Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/kaffiborgir.is/htdocs/templates/kaffiborgir/library/Designer/Content/SingleArticle.php on line 198

Kaffi Borgir

Veitingahúsið Kaffi Borgir við Dimmuborgir í Mývatnssveit býður uppá fjölbreyttan matseðil úr úrvals hráefni og einstakt útsýni yfir sveitina fögru.

Allt lambakjötið og geitakjötið framleiðum við fjölskyldan sjálf í Kálfaströnd. Nautakjötið fáum við frá góðum nágrönnum okkar á Gautlöndum og villtan silung frá Vestmannsvatni þegar viðrar til veiði. Annars fáum við silunginn okkar frá Haukamýri. Við leggjum metnað okkar í að búa til góðan mat úr úrvals hráefni.

Bjóðum einnig uppá fjöldann allan af kökum og léttari réttum, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.

Í hádeginu bjóðum við meðal annars uppá þriggja súpu hlaðborð, ávalt með okkar ljúffengu kjötsúpu og nýbökuðu hverabrauði.

Hlökkum til að sjá ykkur í Kaffi Borgum